Monday, November 14, 2011

Sunnansól

Íslenskur texti við Black hole sun.

Minningin, grafin grunn
tímans grens'er heldur þunn,
birtist draumbrotum i
sem ég botna ekki alltaf í.
Ungur enn, unaðsstund
undir sól á ástarfund.
Börnin ung, bræður tveir
"bjart er yfir" segja þeir.

Viðlag:

Sunnansól
komdu sæl
og bleyttu skrælnað blað
Sunnansól
komdu sæl
komdu sæl

Minningin mögnuð er
hún er mynd í huga mér,
skrifuð er á skrælnað blað
skrítinn loga ei þolir það. (...?)
Árin öll, öldin ný
æsku mína ég held í.
Himinn Hel sendir burt
ég vil hérna ver'um kjurt.

Viðlag x 2

Halla haus, draumi í
nú hefst líf mitt allt á ný.

Sunday, August 23, 2009

Til sölu Nissan Pathfinder

1995-2010

Pathfinderinn gamli er fargaður, dáinn og grafinn.

-----

- Árgerð 1995
- Ekinn 130.000 km
- Stuðarar illa farnir af ryði
- Afturrúða er laus á hjörum.
- Hurðarlæsingar eru orðnar lélegar
- Vélin malar eins og köttur og ég veit ekki annað en að hún og skiptingin séu í fínu standi.
- Ég bjó í útlöndum í 3 ár og bíllinn stóð á meðan og ryðgaði nokkuð. Ryðið er aðallega í formi bletta hér og þar, á jöðrum, t.d. við rúður og bretti. Ég hugsa að mest vinnan sé í ryðviðgerðum.
- Ástand grindar er óþekkt.
- Ég með bílinn hjá mér í Vesturbænum í Reykjavík.
- Hann er ekki skoðaður
- Verð 100 þús.