Íslenskur texti við Black hole sun.
Minningin, grafin grunn
tímans grens'er heldur þunn,
birtist draumbrotum i
sem ég botna ekki alltaf í.
Ungur enn, unaðsstund
undir sól á ástarfund.
Börnin ung, bræður tveir
"bjart er yfir" segja þeir.
Viðlag:
Sunnansól
komdu sæl
og bleyttu skrælnað blað
Sunnansól
komdu sæl
komdu sæl
Minningin mögnuð er
hún er mynd í huga mér,
skrifuð er á skrælnað blað
skrítinn loga ei þolir það. (...?)
Árin öll, öldin ný
æsku mína ég held í.
Himinn Hel sendir burt
ég vil hérna ver'um kjurt.
Viðlag x 2
Halla haus, draumi í
nú hefst líf mitt allt á ný.
Monday, November 14, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment